Thursday, December 16, 2010

Jólasveinagjafaminnismiði

Já.... sorry bloggleysið.... hér kemur blogg sem er eiginlega online-minnismiði, hvað gáfu jólasveinarnir.... mér finnst svo gaman að lesa hvað þeir gáfu í fyrra að ég ákvað að skrifa svona aftur á þessu ári, og kannski þá að muna að skrifa hvað allir jólasveinarnir gefa ekki bara fyrstu sveinarnir :þ

Stekkjastaur kom fyrstur, kom á sunnudagsmorgni.... Ingibjörg fékk Littlest Pet shop tuskudýr... hvítt sætt lamb :o) Þorlákur fékk Lego, bláan kappakstursbíl.

Giljagaur kom annar og færði systkinunum töfra-þvottastykki.... svona agalega spennandi kubb sem settur er í vatn og þenst þá út og verður að þvottastykki :þ Öskubuska og Leiftur McQueen

Stúfur hét sá þriðji.... færði Ingibjörgu Littlest Pet shop sæhest, sægrænan og bleikan, vakti mikla lukku.... Þorlákur fékk lítinn Lego pakka, kall og steypuvél :þ

Sá fjórði, Þvörusleikir færði þeim 2 sokkapör, hún fékk bleikt par og röndótt og hann fékk grátt sokkapar og röndótt... Benetton sokkar :þ

Sá fimmti, Pottaskefill... færði Ingibjörgu Littlest Pet shop svartan sætan fugl með röndóttan gogg (hafiði tekið eftir því að Ingibjörg er rosalega hrifin af Littlest Pet shop hehhe) og Þorlákur fékk Lego pakka með slökkviliðskalli og fylgihlutum

Sá sjötti Askasleikir færði Ingibjörgu Lancome varagloss en færði Þorláki 4 pakka af HM fótboltaspjöldum

Sá sjöundi Hurðaskellir færði henni stærri Littlest Pet Shop pakka með bleikri mús, gráum ketti, innkaupakörfu og fylgihlutum en Þorlákur fékk Iron Man 2 fígúru

Sá áttundi Skyrjarmur færði systkinunum jólanáttfötin, hann fékk svört með Lego Star Wars myndum en hún fékk auðvitað bleik með prinsessumyndum.

Sá níundi Bjúgnakrækir færði systkinunum nærskyrtur, hún fékk 2 Hello Kitty nærskyrtur en hann fékk 3 nærskyrtur með hundamyndum

Sá tíundi Gluggagægir færði Ingibjörgu og Margréti hvítar sokkabuxur með gatamunstri og færði Þorláki 3 pör af svörtum sokkum.... þau fengu líka 1 pez lengju hvort

Sá ellefti Gáttaþefur færði Ingibjörgu fjólubláan Littlest Pet Shop bangsa en færði Þorláki 4 pakka af HM fótboltaspjöldum

Sá tólfti Ketkrókur færði Þorláki 3 Ben 10 nærbuxur en hann færði Ingibjörgu 7 Skellibjöllu nærbuxur

Sá þrettándi Kertasníkir færði systkinunum öllum jólaengil til að hengja upp, ÞS og IS fengu grænan og gylltan en MS fékk bláan og gylltan. ÞS og IS fengu líka 2 pez lengjur hvort

Thursday, June 3, 2010

Smá fréttir.... af gullmolunum þremur

HæHæ
Var að lesa svo skemmtilega lýsingu móður á drengjunum sínum (Anna Björg frænka Sigga var að skrifa) þannig að ég ákvað að gera eins :þ

ÞORLÁKUR
er algjörlega yndislegur drengur. Hann er hörkutól en samt svolítið lítill í sér þess á milli. Honum finnst voða gaman í leikskólanum en á engan sérstakan besta vin, leikur sér bara við alla. Hann getur verið feiminn en tekur svo upp á því að vera sjálfstæður.... hann valdi sér t.d. orðið Prakkari um sjálfan sig fyrir útskriftina í leikskólanum og var svo montinn því að hann var sá eini sem valdi þetta orð :o).
Hann er búinn að vera að læra dans í vetur, með Ingibjörgu, þriðji veturinn þeirra og sá síðasti hjá honum allavegana í bili, ég þurfti að múta honum alveg svakalega til að ná honum á vorsýninguna í dansinum og þá held ég að tilgangurinn með þessu sé farinn :þ En hann fór glaður og hrikalega spenntur á vorsýninguna í fimleikunum, þar finnst honum hrikalega gaman.
Hann er ekki að ná sama árangri í fimleikum og Ingibjörg enda var hann með kolómögulegan kennara í haust sem ýtti þeim ekkert áfram :S (kennarinn er hættur að þjálfa) og fór svo að æfa hjá nýjum kennara í vor og vonda mamman flutti hann svo í annan hóp, hjá sama kennara, til að hann væri að æfa á sömu dögum og Ingibjörg (þá er ég í anddyri Salalaugar 2x í viku en ekki 3x í viku hehehe). Nú æfir hann með strákum sem eru allir byrjaðir í skóla nema Þorlákur og einn annar... pínu erfitt fyrir feiminn strák en honum finnst þetta mjög gaman og vill halda áfram :o)
Hann er mjög spenntur fyrir skólagöngunni næsta vetur, búinn að ákveða að þetta verði gaman, hann vildi alls ekki fara í skólann í jan/feb en svo lagaðist það :þ
Hann er mjög ákveðinn og verður hrikalega mikið sár ef einhver brýtur á honum eða er ósanngjarn við hann en finnst ekki mikið mál þó einhver meiði hann ef það er óvart.
Ég kalla hann stundum litlu lögguna mína, hann á það til að reyna að fá mig til að siða önnur börn til ef þau fylgja ekki réttum reglum og ef ég bið hann að fylgjast með einhverjum (t.d. passa að sá sem hann er að leika við fari ekkert) þá tekur hann því hlutverki mjög alvarlega... ég er nánast alveg hætt að biðja hann um svoleiðis eftirlit svo hann nái að leika sér :þ
Hann er mjög góður við Margréti litlu systur, fékk t.d. í morgun að fara með hana fram að kubba eftir að þau voru bæði vöknuð og við Siggi fengum að kúra áfram :D og hann og Ingibjörg leika mjög vel saman.... almennt :þ
Hann er farinn að prófa aðeins að leika sér í fótboltaleik en langar ekki að æfa fótbolta og honum finnst voða gaman að kíkja til vinar síns í næstu götu ef stelpan á efri hæðinni kemur í heimsókn til Ingibjargar :þ

INGIBJÖRG
er algjör gullmoli. Henni finnst mjög gaman í leikskólanum, á þar góðar vinkonur sérstaklega bestustu vinkonuna hana Malen Ósk sem verður með henni í bekk í Lindaskóla næsta vetur. Hún er búin að vera að læra dans og fimleika í vetur, þriðji dansveturinn og sennilega sá síðasti í bili... henni finnst allt í lagi að dansa en ekkert sérstakt, var farin að láta eins og kjáni í tímum og ég þurfti að pína hana smá til að mæta :þ
En fimleikarnir eru allt annað mál. Þar finnst henni æðislegt. Þetta er annar veturinn hennar í fimleikum, í fyrravetur voru þau í krílahóp en í ár voru þetta meiri fimleikar. Hún er víst í fimleikaleik í leikskólanum líka enda sést það á árangrinum. Hún er svo ákveðin að ef hún ætlar sér eitthvað þá æfir hún sig þar til hún nær því. Náði á þriðjudag (1. júní) að klifra upp í topp á kaðli í fimleikasalnum (mamman horfði á, pínu hrædd :þ) og svo niður aftur eins og ekkert væri.... í staðinn fékk hún að hringja bjöllu í salnum og þá klöppuðu allir í salnum fyrir henni :D
Ingibjörg er mjög ákveðin, í leikskólanum fer víst ekkert fyrir henni en hér heima á hún til að bíta í sig þrjósku (hvaðan fær hún það barnið???) og getur lokað sig inni á herbergi í fílu í ótrúlega langan tíma, en svo er allt í góðu þegar það er búið.
Hana hlakkar til að byrja í skóla í haust, enda með Þorláki bróður sínum og Malen bestu vinkonu í bekk :o)
Hún er mjög góð við systur sína, leikur sér mikið við bróður sinn hér heima og þau eru oftast góðir vinir.
Henni finnst rosalega gaman að kríta og að skrifa stafi 0g auðvitað að perla.

MARGRÉT
er litla kraftaverkið okkar, orðin 8 mánaða gömul. Hún er algjörlega yndislegur gullmoli og er mikið knúsuð af öllum í fjölskyldunni. Hún er mjög brosmild og glöð og grætur ekki nema að það sé eitthvað verulega að, þ.e. vantar nýja bleyju, er svöng eða þreytt.... og svo er hún nýbyrjuð að geta orðið ógurlega móðguð ef ég tek eitthvað af henni :þ
Hún er mjög dugleg (en ekki hvað :þ) Löngu farin að sitja og toga sig áfram á maganum, fór svo að toga sig áfram á rassinum og skríður núna á (stundum aðeins of hratt fyrir systkinin hehehe) með annað hnéð í gólfi og aðra ilina í gólfi :þ Svo fór hún að standa upp fyrir ekki svo löngu síðan sem veldur smá vandræðum þegar hún á að sofna á kvöldin... það er miklu skemmtilegra að standa en að sofa :þ
Ég er á fullu í því að kenna henni hvað allt heitir... voða mikil örvun :þ og það skilar árangri. Sagði við hana í síðustu viku "hvar er bangsi" og hún brosti og skreið að bangsanum sínum :D svo ótrúlega klár og bráðþroska (eins og öllum finnst um sín börn). Svo kann hún að rúlla bolta á milli (hef vitni að því!!!) vinkar bless, sýnir hvað hún er stór og klappar og segir eitthvert hljóð (hljómar eins og VEI sem ég segi en er ekki vei :þ). Svo segir hún mamma (bara spari en horfir oft á mig og segir það :þ) og ammnamm og baba.
Í gær lærði hún svo að segja hvað hesturinn segir, ég segi hneggi hljóð og hún segir það líka :þ.
Henni finnst alveg rosalega gaman að hitta annað fólk, og þá helst krakka.... sem er jafn gott þar sem hún er 2x í viku í 1,5-2 klst í anddyri Salalaugar að bíða meðan systkinin eru í fimleikum. Þar finnst henni voða gaman að vera enda fólk stanslaust að koma og fara en best er þegar við megum horfa inni í sal (fyrstu viku hvers mánaðar). Þá fær hún að horfa á krakkana æfa fimleika og skríða á gólfinu, rosa fjör.

Jæja.... nóg í bili um þessar dásemdir okkar Sigga
Kannski nennti einhver að lesa allt en ef ekki þá geta þau kannski lesið þetta sjálf þegar þau verða stærri :þ
kv
Kristín stolt þriggja barna móðir :D

Monday, December 21, 2009

Meira jólasveina

Bjúgnakrækir kom færandi hendi með 5 skrímslanaríur handa gaurnum og 5 ballerínunaríur handa prinsessunni :o)

Gluggagægir mætti með náttföt, star wars handa afskaplega ánægðum dreng og barbie handa sælli stúlku :o)

Jólaundirbúningur gengur bara vel... kláruðum að gera jólaísinn í gær, ömmu Dúu ís (vanilluís) og tobleroneís líka :o) Keypti líka skírnarservíettur, kerti og smá skraut fyrir skírnina í gær.

Farin að sauma
kv
kr.e.

Saturday, December 19, 2009

jóla jóla

Askasleikir færði þeim ljómandi fín tattoo... hún fékk álfadísir með svakalega fína vængi en hann fékk mörg mismunandi, flest með eld, hauskúpur, dreka eða þess háttar :þ

Hurðaskellir kom færandi hendi með sitt hvora mandarínuna og sitt hvora límmiðaörkina... annað fékk Sollu stirðu límmiða en hitt fékk Íþróttaálfs límmiða... giskið hvort fékk hvað :þ

Skyrgámur var hæstánægður með skyrið sem systkinin gáfu honum.... dreifði reyndar úr því út um allan glugga en samt :S hann fékk R2D2 pez kall og 5 pör af svörtum sokkum fyrir jólin... hún fékk Pocahontas pez kall og þrennar nælonsokkabuxur fyrir jólin :o)

Bjúgnakrækir kemur í nótt... með???


Annars gengur allt vel hér fyrir jólin... eftir að kaupa eina jólagjöf, klára að sauma eina, klára að pakka einni... kortin öll farin nema þau sem fara ekki í póst... bakaði eina sort af smákökum í viðbót í dag.
Á morgun eða mánudag þarf að fara í að kaupa servíettur, kerti og þess háttar fyrir skírn Margrétar (sem verður 27. des) og þyrfti að prófa að gera hvítt marsípan (sem er alls ekki marsípan en samt kallað þetta). Ætla að reyna að redda skírnartertunni sjálf :þ

Farin að éta nammi og horfa á eitthvað í imbanum.... Siggi á jólahlaðborði Gogogic, ég fer bara með á næsta ári... borgar sig ekki að mæta með litlu Margréti með sér.. þá væri ég bara stressuð og hún þar af leiðandi pirruð :þ

kv
Krizzzzzzza

Wednesday, December 16, 2009

Jólasveinarnir

Stúfur kom þriðji og færði þeim systkinunum 2 jólastjörnur og jólalímmiða í glugga :o)

Þvörusleikir kom fjórði með playmó handa stóru systkinunum... hann fékk víking og hún fékk regnboga-dís.

Pottaskefill sá fimmti, átti 2 sippubönd í pokanum sínum handa Þorláki og Ingibjörgu.

Spurning hvað Askasleikir finnur í sínum poka :þ

Margrét hefur ekki enn sett sinn skó í gluggann... enda skilur hún lítið í þessum jólasveinum þetta árið :þ

kv
Krizzza

Sunday, December 13, 2009

JólaJóla.....

HæHæ
stutt blogg.... ekki beint jólalegt úti þó nú sé 13. desember, 9 stiga hiti og reyndar ekki rigning núna en allt frekar blautt :S
Komin með jólaseríur í barnaherbergisgluggana og stofuna og jólastjörnu í eldhúsgluggann... verða að henda upp fleiri seríum til að fá smá jólastemningu :o)
Margrét dafnar vel, svo dugleg þessi litla snúlla. Hún er farin að sofa allar nætur, vaknar oftast um kl 7 til að drekka :o) og sofnar þá aftur. Er hætt á magalyfinu og farin að brosa og brosa og spjalla svo mikið við okkur, líður greinilega betur. Hún er svo sterk að sitja, gæti setið sjálf ef hún hefði jafnvægi en er ekki eins klár á maganum, enda bakflæðisstelpa... en þar sem bakflæðið er að skána þá er henni hent á bak og maga stanslaust til að styrkja hana.

Smá um jólasveinana, Stekkjastaur kom fyrstur, aðfaranótt laugardags og færði þeim stóru bangsímon og félaga súkkulaðimola... rjómasúkkulaði og hvítt súkkulaði og það kom í ljós að þeim finnst hvítt súkkulaði ekki gott :S eins og vel flest annað nammi :S vilja helst bara súkkulaði og ekkert vesen :þ
Giljagaur kom annar og var verulega hugulsamur, færði Þorláki 3 pör af Ben 10 sokkum sem vakti mikla lukku (hann er skyndilega voðalega hrifinn af Ben 10, veit ekki af hverju) og Ingibjörg fékk þrjú pör af Hello Kitty sokkum, með vetrarmyndum :o) og var jafn vel tekið og Þorláks sokkum.

Búin að baka 3 sortir, kókostoppa, rístoppa og smjörkökur og mamma sendi kókoshringi, piparkökur, mömmukökur (sem ég bakaði með henni), loftkökur og hvíta og brúna tertu og svo tók ég þátt í laufabrauðsgerð fyrir norðan í lok nóvember :o). Lilla sendi okkur kleinur :D sem eru svo góðar.
Farin að gera eitthvað gáfulegra, í dag á að baka, þrífa, þvo þvott, pakka inn jólagjöfum og skreyta (á bara eftir að kaupa 3 gjafir og aðeins í ábót handa Sigga :o) ).
kv
Kristín

Tuesday, November 3, 2009

:D

Er afmælisstelpa :o)

og líka svona rík